Hæ!

Ég heiti Jón Frímannsson. Flestir kalla mig Jónfrí.

Ég hef starfað hjá Hugsmiðjunni sem viðmótshönnuður undanfarin ár en á undan því hér og þar; sjálfstætt, fyrir start-ups og fyrir sjálfan mig.

Stundum hef ég fengið að tala á ráðstefnum um hönnun. Kjarninn í þeim fyrirlestrum hefur yfirleitt verið: „Notendaupplifunin er varan sem þú sendir frá þér“.

Þetta er afrekaskráin mín. Ég reyndi að hafa hana stutta, til að spara okkur báðum smá tíma. Það ætti að taka svona tíu mínútur að renna yfir þetta. Það veltur aðallega á skrunhraða þínum.

Ég tala líka ensku.

Míla

Míla rekur fullkomnasta fjarskiptanet á landinu. Verkefnið snérist um að sameina aðgerðir og birtingu upplýsinga sem áður voru á víð og dreif í fjölda kerfa.

Verkefnið hlaut verðlaun SVEF, Besti innri vefurinn árið 2014.

Kynnast fyrst, hanna svo

Notendur kerfisins eru ólíkir, og margir. Gamlir símvirkjar og ungt fólk í þjónustuverum. Það var lykilatriði að kynnast þeim vel, takmarka valkosti og orða símvirkjaslangur á réttan hátt svo allir notendur stæðu jafnfætis.

Daglegar útgáfur

Verkefnið breyttist ört í þróun. Stundum gáfum við út tvisvar á dag. Ég passaði mig alltaf að fela vel takka sem gætu óvart klippt á internetið hjá fólki. Það tekur marga daga að breyta því til baka, og ég vil ekki hafa internetleysi ókunnugra á samviskunni. Þetta gerðist reglulega í eldri kerfum.

Þétt teymi

Verkefnið var í stöðugum útgáfum og þróunarteymið fékk UI kit til að styðjast við, og svo tókum við reglulega skoðun á viðmótinu og lagfærðum fyrir útgáfur.

Markmið verkefnis

Viðskiptavinurinn bað um að hafa þessa þrjá hluti að leiðarljósi við hönnun vefsins, eftir að greiningarferli lauk. Eftir á að hyggja vantar sárlega froskabúning.

c.r.e.a.m.

Jurgen, verkfræðingur frá Sviss, er mín eftirminnilegasta UX persóna. Hann rannsakar fyrirfram, ber saman verð og vandar sig við öll innkaup. Vandamálið var ekki að selja honum náttúru Íslands, heldur láta hann koma aftur og klára innkaupaferlið. Meðal annars með því að hanna „favorites“ virkni, og teikna skemmtilegri birtingu á gögnum frá Tripadvisor. „Fyrst aðrir eru að kaupa þetta, hlýtur þetta að vera eitthvað fyrir okkur hjónin.“ - Hugsar Jörgen.

Notendur læra smátt og smátt

Við vildum alltaf biðja um upplýsingar í samhengi. Notandi er spurður um ferðadag og fjölda þegar hann bætir ferð í körfuna. Þetta hjálpar notanda að læra á viðmótið og lætur honum líða eins og þetta sé ekkert vesen. Síðar í ferlinu er honum boðin viðbótarþjónusta eða spurður flóknari spurninga ef við á.

Ekki hætta við, plís

Tilfinningin sem ég vildi ná fram hjá fólki á þessu stigi að það væri manneskja á hinni línunni. Útskýra á mannamáli hvers vegna við þyrftum nánari upplýsingar og hafa það alltaf skýrt hvað þau væru að fara að kaupa, til að takmarka brottfall. Sala hefur margfaldast eftir að verkefnið fór í loftið.

Flugrútan og notendaprófanir

Flugrútan er ein helsta söluvara Reykjavík Excursions. Þótt rútumiði sé einföld vara, selja þeir hana í mörgum afbrigðum. Við reyndum að einfalda þetta eins og kostur var. Ásamt hefðbundnum notendaprófunum, kom stundum við á Prikinu eftir vinnu og fékk grandlausa ferðamenn til að prófa prótótýpuna, sem hjálpaði talsvert við að gera ferlið eins hnökralaust og kostur var.

Frímínútur

Ég er búinn að vera alvarlegur í of margar skjásíddir.RE:D Car

Bílaleigan kom ný inn á markaðinn og hóf störf þegar vefurinn fór í loftið. Stærri bílaleigurnar eru frumskógur þegar kemur að notendaupplifun, svo markmiðið var að gera það að skemmtilegra að leigja sér bíl.

Verkefnið hlaut tilnefningu SVEF, „Besti vefurinn (smærri fyrirtæki)“ árið 2014.

Skýrt og einfalt

Velja dag. Velja bíl. Borga. Ekkert vesen. Bókunarvélin er lykilatriðið og við reyndum að láta ekkert annað, svo sem valmynd, sjást í upphafi og trufla notendur.

Skapa skilning

Fæstir þekkja muninn á VW Golf og Renault Grand Scenic. Við reyndum að bjóða notendum upp á síur sem síuðu bílaflota RE:D eftir einhverju sem skiptir fólk máli. Við sendum spurningalista á 200 manns, og útbjuggum síur og tögg út frá niðurstöðunum.

Virðisaukandi sölur

Bílaleigur koma yfirleitt út á sléttu ef þær ná ekki að pranga upp á þig allavega einni tryggingu. RED tryggingapakkinn var sá sem starfsfólki afgreiðslu var sagt að selja, og framsetningin hér skilaði því að yfir helmingur notenda tóku þessa tryggingu.

Reykjavíkurborg

Vefur borgarinnar var kominn til ára sinna. Teymi frá borginni yfir allt efni vefsins, og endurskrifaði eftir þörfum. Mitt hlutverk var að hjálpa fólki að finna það sem var að leita að.

Verkefnið hlaut viðurkenninguna Besti sveitafélagsvefurinn 2014.

Flókið veftré leyst með snjallri leit

Vefur Reykjavíkurborgar var vefaður af þeirra teymi. Þessi teikning er því aldagömul. Oft náðist ekki að skila minni sýn á notendaupplifunina yfir í vafra. En frá upphafi hugmyndavinnu lagði ég ríka áherslu á að fólk þyrfti ekki að þekkja „réttu“ heitin á þjónustuþáttum borgarinnar, sem eru um 800 talsins. Leitin þyrfti að virka vel. Borgin hefur unnið frábært starf í að tengja leitarorð við það sem fólk er helst að leita að.

Minni læti, meira gagn

Ég reyndi sem kostur var að láta grafík og skraut ekki þvælast fyrir notendum. Fólk fer inn á reykjavik.is til að leysa verkefni, ekki til að skoða auglýsingaborða eða skraut.

Mjög margir kokkar

Hjá borginni eru mjög margir vefstjórar, sumir kannski bara með eina eða tvær síður. Við rannsökuðum þeirra þarfir og bjuggum til sniðmát sem hentuðu upplýsingunum sem þeir vildu geta birt, svo þeir færu ekki að finna upp sínar eigin leiðir til þess.

Meira um mig

Örlitlar upplýsingar um hvað ég finn mér til dundurs þegar ég er ekki að sinna vinnu eða fjölskyldu.

Fyrirlestrar og erindi

Falleg viðmót og góð notendaupplifun eru mér hugleikið áhugamál. Ég pæli í þessum hlutum utan vinnutíma og röfla stundum um þá í glasi, oft fyrir rangt crowd. Hérna eru einhver erindi sem ég hef haldið um hönnun og notendaupplifun á PDF formi.Músík

Ég er sæmilegur að beat-mixa, og bý stundum til house tónlist. Það er svoldið eins og hönnun. Finna hvaða hljóð mynda grúvið, skerpa á þeim og lækka í öllu hinu. Laurent Garnier sendi mér einu sinni fallegt bréf um að hann spilaði plötuna mína.Ljósmyndun

Mér finnst gaman að spá í mannlífinu og festa það á filmu. Myndavél hjálpar manni að líta alltaf í kringum sig.Samfélagsmiðlun

Ég reyni stundum að sýna á mér sparihliðina á samfélagsmiðlum. Það eru einhver doodles á Dribbble, tilraunir til hnyttni á Twitter og ljósmyndir á 500px

Jón Frímannsson

eða